Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. mars 2021 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Man City
Man Utd fagnar marki í dag.
Man Utd fagnar marki í dag.
Mynd: Getty Images
Shaw skoraði seinna mark United í leiknum.
Shaw skoraði seinna mark United í leiknum.
Mynd: Getty Images
Manchester City 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Bruno Fernandes ('2 , víti)
0-2 Luke Shaw ('50 )

Ótrúleg sigurganga Manchester City er á enda.

Það var nágrannaslagur í Manchester í dag þegar City tók á móti United. Þetta var ekki bara nágrannaslagur því þarna voru einnig tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar að mætast.

Fyrir leikinn var City með 14 stiga forystu á United eftir ótrúlega sigurgöngu undafarnar vikur. City hefur ekki bara verið að vinna alla leiki í deild, heldur í öðrum keppnum líka. City hafði unnið 21 leik í öllum keppnum fyrir leikinn í dag og það verður örugglega langt þangað til að eitthvað félag á Englandi leikur þetta eftir.

Það dró til tíðinda strax á fyrstu mínútu leiksins í dag þegar Gabriel Jesus braut heimskulega af sér inn í teignum. Hann steig á Anthony Martial og vítaspyrna var dæmd. Bruno Fernandes fór á punktinn og setti hann fram hjá Ederson.

Þegar líða fór á fyrri hálfleikinn þá setti City aukinn kraft í sóknarleikinn en þeir fundu ekki leiðir fram hjá Dean Henderson í marki Man Utd. Henderson var mjög flottur í markinu en hann stóð vaktina í fjarveru David de Gea sem er frá af persónulegum ástæðum.

Rodri átti skot í slána í upphafi seinni hálfleiks, en stuttu eftir það bætti Luke Shaw við öðru marki fyrir United. Man Utd sótti hratt og Shaw endaði sóknina á lúmsku skoti sem endaði í markinu, 0-2.

Þetta var ekki dagur bláliða og það var United sem tók stigin þrjú, fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 0-2. City átti mun fleiri marktilraunir en heilt yfir voru færi United betri. Þar spilar vítaspyrnan mikið inn í.

Það munar núna 11 stigum á liðunum en Man Utd er fyrsta liðið til að vinna City síðan Tottenham gerði það 21. nóvember á síðasta ári.

Önnur úrslit í dag:
England: Boltinn vildi ekki inn á The Hawthorns
England: Sjötta tap Liverpool í röð á Anfield kom gegn Fulham
Athugasemdir
banner
banner