Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. mars 2021 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Andri og Emil ónotaðir varamenn - Napoli aftur á sigurbraut
Andri kom ekki við sögu hjá Bologna.
Andri kom ekki við sögu hjá Bologna.
Mynd: Getty Images
Insigne skoraði tvennu fyrir Napoli.
Insigne skoraði tvennu fyrir Napoli.
Mynd: Getty Images
Þá eru allir leikir dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni búnir á þessum ágæta sunnudegi.

Napoli komst aftur á sigurbraut í deildinni með sigri á Íslendingaliði Bologna. Lorenzo Insigne kom Napoli yfir í leiknum og var staðan 1-0 alveg fram á 65. mínútu. Þá kom Victor Osimhen Napoli í 2-0 áður en Robert Soriano minnkaði muninn. Insigne innsiglaði sigur Napoli stuttu eftir það.

Lokatölur 3-1 fyrir Napoli en Andri Fannar Baldursson var allan tímann á bekknum hjá Bologna. Þessi 19 ára gamli miðjumaður hefur komið við sögu í fimm deildarleikjum á þessu tímabili.

Bologna er í 12. sæti á meðan Napoli er í sjötta sæti, núna tveimur stigum frá Atalanta sem er í fimmta sætinu.

Þá gerðu Sampdoria og Cagliari 2-2 jafntefli. Miðjumaðurinn Radja Nainggolan jafnaði metin fyrir Cagliari í uppbótartíma. Sampdoria er í tíunda sæti og Cagliari í 17. sæti.

Napoli 3 - 1 Bologna
1-0 Lorenzo Insigne ('8 )
2-0 Victor Osimhen ('65 )
2-1 Roberto Soriano ('73 )
3-1 Lorenzo Insigne ('76 )

Sampdoria 2 - 2 Cagliari
0-1 Joao Pedro ('11 )
1-1 Bartosz Bereszynski ('78 )
2-1 Manolo Gabbiadini ('80 )
2-2 Radja Nainggolan ('90 )

Emil á toppnum
Í ítölsku C-deildinni var hinn 36 ára gamli Emil Hallfreðsson ónotaður varamaður þegar Padova vann 1-0 sigur á Perugia. Padova er á toppnum í sínum riðli í C-deildinni.

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Rómverjar áfram á sigurbraut
Ítalía: AC Milan pressar á granna sína
Athugasemdir
banner
banner
banner