Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. mars 2021 20:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Malta: GÖ-vélin heldur áfram að malla
GÖ
Mynd: St. Andrews
St. Andrews 2 - 0 Swieqi

Gunnar Örvar Stefánsson er kominn á gott skrið með liði sínu St. Andrews í B-deildinni á Möltu. Gunni, sem er að láni frá KA, byrjaði ágætlega eftir komuna til Möltu í janúar en var svo frá í nokkrar vikur vegna meiðsla.

St. Andrews, sem var í ekkert sérstakri stöðu, hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Þrjá deildarleiki og svo vann liðið í vítaspyrnukeppni í bikarnum í liðinni viku.

Í dag mætti liðið Swieqi á heimavelli og vannst 2-0 sigur. Gunni skoraði úr vítaspyrnu á 36. mínútu leiksins. Hann hefur því skorað í öllum þremur deildarsigrunum í röð.

St. Andrews er komið upp úr fallsæti sem stendur en liðin fyrir neðan eiga leik eða leiki til góða. Liðið mætir toppliði deildarinnar í næsta leik eftir viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner