Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. mars 2021 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sænski bikarinn: Tvö Íslendingalið í 8-liða úrslit - Frumraun Kolbeins
Kolbeinn spilaði sinn fyrsta keppnisleik með Gautaborg í dag.
Kolbeinn spilaði sinn fyrsta keppnisleik með Gautaborg í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var leikið í sænska bikarnum í dag. Það er leikið í átta riðlum til að byrja með í bikarkeppninni í Svíþjóð og kemst efsta liðið í hverjum riðli áfram í átta-liða úrslit. Með leikjunum í dag lauk riðlakeppninni og átta-liða úrslitin eru framundan.

Í dag lék Kolbeinn Sigþórsson sinn fyrsta keppnisleik fyrir Gautaborg í Íslendingaslag gegn Norrköping.

Kolbeinn, sem gekk í raðir Gautaborg frá AIK fyrir nokkrum vikum síðan, kom inn á sem varamaður á 72. mínútu en þá var staðan 1-1. Þannig endaði leikurinn en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Hjá Norrköping spilaði Ísak Bergmann Jóhannesson allan leikinn en Finnur Tómas Pálmason og Oliver Stefánsson voru allan tímann á bekknum.

Það var Norrköping sem vinnur riðilinn með sjö stig og fer áfram í næstu umferð, en Gautaborg er úr leik eftir að hafa hafnað í öðru sæti riðilsins með fimm stig.

Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir Hammarby í 3-2 sigri á AIK, en Hammarby skoraði sigurmarkið með tíu menn inn á vellinum. Hammarby vann sinn riðil með fullt hús stiga.

Norrköping, Häcken og Hammarby eru Íslendingaliðin sem komust áfram í átta-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner