Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 15:48
Elvar Geir Magnússon
Ingvar Jóns: Vonandi ekki langur tími í að ég verði klár aftur
Ingvar Jónsson.
Ingvar Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Ingvar Jónsson lék ekki með Víkingum í tapinu gegn KR í Pepsi Max-deildinni um liðna helgi.

Ingvar er á meiðslalistanum en vonast til þess að vera ekki lengi frá keppni.

„Ég fékk högg á öxlina og það hefur verið mikil bólga í þessu. Ég hef ekkert getað æft. Það er búið að tékka á þessu og það er allt í lagi með liðbönd og annað," segir Ingvar.

„Þetta verða einhverjir dagar í viðbót en vonandi er ekki langur tími í að ég verði klár aftur."

Víkingar eru ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að markvarðamálum en hinn reynslumikli Þórður Ingason lék í markinu gegn KR.

Víkingur tekur á móti Val í Pepsi Max-deildinni annað kvöld klukkan 18:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner