sun 07. ágúst 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Argentínskur landsliðsmaður á leið til Bournemouth
Marcos Senesi
Marcos Senesi
Mynd: EPA
Argentínski varnarmaðurinn Marcos Senesi er á leið í ensku úrvalsdeildina en hann mun ganga í raðir nýliða Bournemouth frá Feyenoord. Hollenski miðillinn Voetbal International fullyrðir þetta.

Senesi er 25 ára gamall miðvörður sem hefur spilað fyrir Feyenoord frá 2019.

Hann hefur gegnt mikilvægu hlutverki hjá hollenska félaginu sem komst í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu á síðustu leiktíð.

Frammistaða Senesi vakti mikla athygli og tókst honum að vinna sér inn sæti í argentínska landsliðinu í sumar.

Hann er nú á förum frá Feyenoord og mun ganga til liðs við Bournemouth en það gerir hann til að auka möguleika sína á að fara á HM í Katar.

Þetta er þriðji lykilmaðurinn sem Feyenoord selur frá félaginu í sumar en Luis Sinisterra gekk í raðir Leeds á meðan Tyrell Malacia samdi við Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner