Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. ágúst 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor bíður eftir græna ljósinu - Arnór Ingvi kom við sögu í sigri
Arnór Ingvi spilaði í sigri New England
Arnór Ingvi spilaði í sigri New England
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor bíður eftir því að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum
Guðlaugur Victor bíður eftir því að fá vinnuleyfi í Bandaríkjunum
Mynd: DC United
Íslenski miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var ekki með D.C. United í nótt er liðið gerði markalaust jafntefli við New York Red Bulls í MLS-deildinni.

Guðlaugur Victor gekk í raðir United frá Schalke á dögunum en hann bíður enn eftir vegabréfsáritun í Bandaríkjunum.

Það ætti að vera frágengið á næstunni og er möguleiki á að hann nái næsta leik liðsins. Hann var því ekki með í markalausa jafnteflinu gegn sínu gamla félagi, Red Bulls, í nótt.

D.C. United er í neðsta sæti Austur-deildarinnar með 22 stig.

Arnór Ingvi Traustason kom inná sem varamaður á 63. mínútu er New England Revolution vann öruggan 3-0 sigur á Orlando City. Lið hans er í 10. sæti Austur-deildarinnar með 30 stig.

Róbert Orri Þorkelsson var allan tímann á varamannabekk Montreal sem gerði 2-2 jafntefli við lærisveina Phil Neville í Inter Miami. Montreal er í 3. sæti Austur-deildarinnar með 40 stig.

Þorleifur Úlfarsson var þá í byrjunarliði Houston Dynamo um helgina er liðið tapaði fyrir Vancouver Whitecaps, 2-1, í Vestur-deildinni. Þorleifur fór af velli á 83. mínútu en lið hans er í 13. sæti deildarinnar með 25 stig.


Athugasemdir
banner
banner