Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 07. ágúst 2022 10:21
Elvar Geir Magnússon
Kórdrengir sendu rússneska markvörðinn heim
Lengjudeildin
Mynd: Kórdrengir
Rússneski markvörðurinn Nikita Chagrov stóð ekki undir væntingum hjá Kórdrengjum og félagið hefur losað hann undan samningi.

Þetta staðfesti Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengjum, eftir markalaust jafntefli gegn Fjölni á föstudaginn.

Óskar Sigþórsson varði mark Kórdrengja í þeim leik og Daði Freyr Arnarsson var varamarkvörður.

Nikita Chagrov er 27 ára og lék sex leiki í Lengjudeildinni eftir að hann fékk leikheimild. Tveir af þeim unnust en hann náði ekki að sýna að hann væri betri markvörður en þeir sem liðið hafði fyrir.

Kórdrengir eru í 9. sæti Lengjudeildarinnar og ekki tekist að fylgja eftir öflugu tímabili í fyrra
Davíð Smári: Gjörsamlega óboðlegt fyrir lið í næst efstu deild
Athugasemdir
banner
banner
banner