Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 07. október 2019 21:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnlaugur Fannar á förum frá Víkingi R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem hefur verið á mála hjá Víkingi R. mun ekki framlengja samning sinn við félagið samkvæmt heimildum Fótbolti.net.

Gunnlaugur gekk í raðir Víkings frá Haukum fyrir tímabilið 2017 og lék 26 deildarleiki fyrir Víking og skoraði í þeim eitt mark. Þá lék hann einnig fimm bikarleiki fyrir félagið.

Gunnlaugur lék aðeins tvo deildarleiki fyrir Víking fyrri part sumars. Hann söðlaði um og gekk í raðir Hauka í sumarglugganum og lék tíu leiki fyrir félagið sem féll úr Inkasso-deildinni í haust. Gunnlaugur skoraði eitt mark í leikjunum tíu.

Gunnlaugur kom frá Haukum til Víkinga og eru það einu tvö félögin sem hann hefur leikið með.

Gunnlaugur er fæddur árið 1994 og er varnarmaður.
Athugasemdir
banner