Leverkusen fer vel af stað í þýsku deildinni en liðið er ósigrað eftir fimm umferðir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Leverkusen sem vann nauman sigur á nýliðum Jena í kvöld.
Eina mark leiksins skoraði Katrina Piljic þegar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Karólína var tekin af velli undir lok leiksins.
Leverkusen gerði jafntefli gegn Frankfurt en hefur unnið hina fjóra leiki sína. Frankfurt og Leverkusen eru með jafn mörg stig, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern.
Athugasemdir