Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 07. október 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Telja Juventus hafa keypt köttinn í sekknum
Douglas Luiz miðjumaður Juventus fær óvægna gagnrýni í ítölskum fjölmiðlum og sparkspekingar þegar farnir að tala um hann sem 'flopp' eftir að hann hefur fengið á sig tvær vítaspyrnur í síðustu tveimur leikjum.

Þessi 26 ára miðjumaður kom frá Aston Villa og hefur aðeins byrjað einn leik fyrir Juventus á tímabilinu. Hann fékk á sig víti gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni og svo aftur gegn Cagliari í ítölsku A-deildinni.

La Gazzetta dello Sport segir að allt bendi til þess að það hafi verið mistök hjá Juventus að kaupa brasilíska landsliðsmanninn.

Thiago Motta stjóri Juventus var spurður út í erfiða byrjun Luiz hjá félaginu.

„Æfðu, legðu á þig vinnu og gerðu þitt besta á hverjum degi. Þannig vinnur þú þessa vinnu. Það á við um hann og alla aðra. Þá koma jákvæðir hlutir í framtíðinni," sagði Motta.

Juventus er í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar, með þrettán stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 6 5 0 1 12 6 +6 15
2 Roma 6 5 0 1 7 2 +5 15
3 Milan 6 4 1 1 9 3 +6 13
4 Inter 6 4 0 2 17 8 +9 12
5 Juventus 6 3 3 0 9 5 +4 12
6 Atalanta 6 2 4 0 11 5 +6 10
7 Bologna 6 3 1 2 9 5 +4 10
8 Como 6 2 3 1 7 5 +2 9
9 Sassuolo 6 3 0 3 8 8 0 9
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Cagliari 6 2 2 2 6 6 0 8
12 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
13 Lazio 6 2 1 3 10 7 +3 7
14 Parma 6 1 2 3 3 7 -4 5
15 Lecce 6 1 2 3 5 10 -5 5
16 Torino 6 1 2 3 5 13 -8 5
17 Fiorentina 6 0 3 3 4 8 -4 3
18 Verona 6 0 3 3 2 9 -7 3
19 Genoa 6 0 2 4 3 9 -6 2
20 Pisa 6 0 2 4 3 10 -7 2
Athugasemdir