Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. nóvember 2019 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikael: Vil vinna deildina og spila í Evrópu með Midtjylland
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mikael Neville Anderson er á mála hjá FC Midtjylland sem situr á toppi dönsku Superliga. Mikael er fastamaður hjá félaginu en hann var lánaður frá félaginu undanfarnar tvær leiktíðir

Mikael hefur leikið vel fyrir félagið og vakið athygli fyrir frammistöðu sína. Hann byrjaði tímabilið á frábæran hátt þegar hann kom inn á í opnunarleik tímabilsins og skoraði. Mikael hefur verið í U21 árs landsliðshópnum í undanförnum verkefnum en á að baki einn A-landsleik. Hann lék vináttulandsleik gegn Indónesíu í janúar 2018.

Í dag var Mikael svo valinn í A-landsliðshópinn sem mætir Tyrkjum og Andorra í lokaleikjunum í undankeppninni fyrir EM2020. Nánar verður rætt við Mikael um landsliðið eftir helgi en hér má lesa það sem Erik Hamren sagði um Mikael þegar hópurinn var tilkynntur.

Mikael er fæddur í Sandgerði en fjölskyldan flutti til Danmerkur þegar hann var 11 ára gamall. Móðir hans er íslensk en faðir frá Jamaíka. Árið 2017 valdi Mikael að leika fyrir Íslands hönd en hann átti þá unglingalandsleiki bæði fyrir Ísland og Danmörku.

Fótbolti.net heyrði í hinum 21 árs gamla Mikael í vikunni og fór yfir stöðu mála með vængmanninum.

Lánaður árið 2017 til Vendsyssel
Mikael var lánaður til Vendyssel í dönsku fyrstu deildina árið 2017-18 eftir að hafa leikið tvo aðalliðsleiki leiktíðina á undan. Vendsyssel komst upp um deild en Mikael leitaði á önnur mið leiktíðina á eftir. Hvernig lítur Mikael á tímann hjá Vendsyssel?

„Timabilið hja Vendsyssel var mjög gott fyrir mig, ég var aðeins 18-19 ára og langaði að spila aðaliðsfótbolta og fékk að gera það þar. Ég skoraði nokkur mörk og hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeildina. Ég vildi ekki vera áfram og heyrði frá áhuga frá Excelsior mjög snemma eftir tímabilið með Vendsyssel og fannst það vera betra skrefið fyrir mig á þeim tímapunkti."

Byrjaði vel en meiddist hjá Excelsior
Mikael byrjaði vel hjá Excelsior sem þá lék í Eredivisie, efstu deild Hollands. Hann lagði upp mark í þriðja deildarleik sínum og skoraði í þeim fjórða. Mikael var beðinn um að gera upp tíma sinn hjá Excelsior sem endaði á að falla vorið 2019.

„Ég byrjaði mjög vel hjá Excelsior og náði að hjálpa liðinu með marki og stoðsendingu í fyrstu leikjunum. Tímabilið fór því miður niður á við eftir það, ég lenti í mjög erfiðum nára meiðslum sem tok nokkra mánuði að jafna mig og komast aftur á þann stað að geta spilað leiki á ný."

„Sem lið skoruðum við mikið af mörkum en við vorum með flest mörk fengin á okkur i deildinni. Það var stærsta ástæðan fyrir falli liðsins."


Draumabyrjun í endurkomunni til Midtjylland
Eins og komið var inn á hér að ofan þá skoraði Mikael í opnunarleik tímabilsins með Midtjylland. Mikael var að lokum spurður hver markmið hans með félaginu væru. Þess má geta að Mikael skrifaði undir nýjan samning við toppliðið í sumar.

„Það var mjög stórt augnablik fyrir mig að koma til baka til FC Midtjylland eftir tvö ár í burtu á láni og skora í fyrsta leik á timabilinu."

„Eftir það hef ég eiginlega byrjað alla leikina á tímabilinu, ég skrifaði nýlega undir nýjan samning við FCM þannig það eina sem ég er einbeittur á er að spila eins vel og ég get og reyna vinna deildina. Þá væri gaman að spila með félaginu í Evrópudeildinni á næsta timabili,"
sagði Mikael að lokum.

FC Midtjylland er á toppi dönsku Superliga eftir 15 umferðir með 38 stig. FC Kaupmannahöfn er í 2. sæti deildarinnar með 34 stig.
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner