Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   þri 23. desember 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Góðar fréttir fyrir ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Tobias Sandberg er á batavegi eftir að hafa misst máttinn í annarri höndinni. Norski varnarmaðurinn spilaði ekki síðustu tvo mánuði tímabilsins.

Hann er aftur kominn með mátt í höndinni og vinnur nú í því að ná fyrri styrk í höndina. Erik Tobias kom til ÍA fyrir tímabilið 2024, hann hefur skorað tvö mörk í 44 deildarleikjum með liðinu. Hann átti mjög gott tímabil 2024 en bæði hann og ÍA náðu ekki sama taktinum á liðnu tímabili.

„Staðan á honum er alls ekki góð, algjör óvissa með framhaldið hjá honum. Í fyrri hálfleik á móti Víkingi (17. ágúst) fær hann högg á öxlina eða síðuna. Fyrr í sumar fékk hann eins högg og þá missti hann máttinn í hendinni í einhverja daga. Þegar þetta gerðist í Víkingsleiknum þá voru menn vongóðir að þetta myndi ganga til baka, en það er ekki að gera það. Þetta er einhverskonar taugaáverki Þetta getur tekið frá einhverjum dögum upp í vikur og jafnvel mánuði að ganga til baka. Hann hefur ekki fullan kraft í hendinni, getur ekki beitt hendinni," sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, við Fótbolta.net í september.

Erik Tobias er 25 ára miðvörður sem er samningsbundinn ÍA út næsta tímabil.
Athugasemdir
banner