Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mán 07. nóvember 2022 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Man City með besta stjóra og lið í heimi

Arsenal hefur verið í miklu stuði á fyrri hluta enska úrvalsdeildartímabilsins og trónir á toppinum með tveggja stiga forystu á Englandsmeistara Manchester City eftir 13 umferðir.


Arsenal er meðal annars búið að leggja Tottenham, Liverpool og Chelsea að velli á deildartímabilinu en eina tapið kom gegn Manchester United. Lærisveinar Mikel Arteta gerðu þá óvænt jafntefli við Southampton og eru þetta einu stigin sem liðið hefur misst af það sem af er tímabils.

Man City hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum á síðustu fimm árum og var Arteta spurður hvort Arsenal gæti unnið titilinn.

„Við erum búnir að bæta okkur mikið sem lið frá því á síðustu leiktíð. Við erum að ná mjög góðum úrslitum núna en þetta er mjög langt tímabil,"  sagði Arteta.

„Ef þið horfið til baka á síðustu sex ár hefur Manchester City verið við toppinn með besta stjóra í heimi og besta lið í heimi. Þeir hafa sannað þetta trekk í trekk og við verðum að bera mikla virðingu fyrir því. Það er ekki auðvelt að gera vel yfir langan tíma og við verðum að trúa að þetta geti gengið svona vel hjá okkur út tímabilið."

Arsenal endaði 24 stigum eftir Man City á síðustu leiktíð, í fimmta sæti deildarinnar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner