mán 07. nóvember 2022 11:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daníel Hafsteins: Hefði fundist það eðlilegra ef við hefðum verið látnir vita
Hallgrímur Jónasson og Arnar Grétarsson.
Hallgrímur Jónasson og Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel var lykilmaður í liði KA sem átti frábært tímabil.
Daníel var lykilmaður í liði KA sem átti frábært tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, var í viðtali hér á Fótbolti.net í síðustu viku. Viðtalið var spilað í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag og má nálgast það í spilaranum hér að neðan.

KA á átti frábært tímabil, endaði í 2. sæti sem er næstbesti árangur liðsins í sögunni. Eftir 22 umferðir, fyrir úrslitakeppnina, urðu þjálfarabreytingar hjá félaginu. Arnar Grétarsson hætti og Hallgrímur Jónasson, þá aðstoðarþjálfari, var ráðinn aðalþjálfari liðsins.

Tíðindin voru opinberuð föstudaginn 23. september. Hvernig upplifði leikmaður KA þessar breytingar? Var hann meðvitaður um hvað væri í gangi á bakvið tjöldin?

„Þetta gerðist ógeðslega fljótt. Ég veit ekki hvernig þetta fór fram og sá svo þessa tilkynningu. Maður vissi ekki mikið, var smá farið að gruna þetta. Ég held að hópurinn sé það sterkur að það var enginn að kippa sér upp við þetta. Við ræddum þetta inn í klefa og menn voru þá bara að einbeita sér að næsta leik," sagði Daníel.

Hefðir þú sem leikmaður viljað fá að vita af þessu áður en tilkynningin kom út?

„Fyrir mitt leyti þá hefði ég alveg viljað fá að vita þetta. En það er meira svona prinsipp atriði, ekkert sem eyðilagði fyrir mér næsta dag eða svoleiðis. Mér hefði fundist það eðlilegra ef við hefðum verið látnir vita."

„En svo veit maður ekki hvernig þetta fór fram bakvið tjöldin, hversu hratt þetta gerðist og hvort það var tími til að segja frá. Það hefði verið betra að fá að vita af þessu en þegar allt kemur til alls þá skiptir það ekki máli. Þetta er bara svona,"
sagði Daníel.

Í viðtalinu ræddi hann nánar um Arnar Grétarsson og Hallgrím Jónasson.
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir, Arsenal og Danni Hafsteins
Athugasemdir
banner
banner
banner