Man Utd hefur áhuga á Wharton - Inter hafnaði tilboði Chelsea í Bastoni - Simons vill til Chelsea
   mán 07. nóvember 2022 10:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hasenhuttl rekinn frá Southampton (Staðfest)
Southampton hefur staðfest að félagið hefur látið Ralph Hasenhuttl, stjóra liðsins, fara. Þá hefur Richard Kitzbichler, aðstoðarþjálfari Hasenhuttl, einnig yfirgefið félagið.

Ákvörðunin var tekin eftir tap liðsins gegn Newcastle í gær. Sögur voru farnar að heyrast af því að það ætti að reka Hasenhuttl í HM hléinu en félagið ætlar ekki að bíða svo lengi og hefur þegar sagt skilið við stjórann.

Hasenhuttl var ráðinn stjóri Southampton í desember 2018 og segir í yfirlýsingu félagsins að nú væri kominn tími á breytingu.

Félagið þakkar Hasenhuttl fyrir hans störf og er sagt frá því að Rúen Sellés, einn í þjálfarateymi aðalliðsins, muni stýra liðinu gegn Sheffield Wednesday í deildabikarnum á miðvikudag. Í kjölfarið á liðið svo leik gegn Liverpool um næstu helgi. Eftir leikinn gegn Liverpool er eins og hálfs mánaðar hlé á úrvalsdeildinni vegna HM.

Southampton ætlar að tilkynna nýjan stjóra á næstunni. Southampton er í fallsæti eftir fjórtán umferðir og hefur einungis unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 1 1 0 0 4 0 +4 3
2 Sunderland 1 1 0 0 3 0 +3 3
3 Tottenham 1 1 0 0 3 0 +3 3
4 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
5 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
6 Arsenal 1 1 0 0 1 0 +1 3
7 Leeds 1 1 0 0 1 0 +1 3
8 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
9 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
10 Aston Villa 1 0 1 0 0 0 0 1
11 Chelsea 1 0 1 0 0 0 0 1
12 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
13 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
14 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
15 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
16 Bournemouth 1 0 0 1 2 4 -2 0
17 Brentford 1 0 0 1 1 3 -2 0
18 Burnley 1 0 0 1 0 3 -3 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 1 0 0 1 0 3 -3 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 1 0 0 1 0 4 -4 0
Athugasemdir
banner