Southampton hefur staðfest að félagið hefur látið Ralph Hasenhuttl, stjóra liðsins, fara. Þá hefur Richard Kitzbichler, aðstoðarþjálfari Hasenhuttl, einnig yfirgefið félagið.
Ákvörðunin var tekin eftir tap liðsins gegn Newcastle í gær. Sögur voru farnar að heyrast af því að það ætti að reka Hasenhuttl í HM hléinu en félagið ætlar ekki að bíða svo lengi og hefur þegar sagt skilið við stjórann.
Ákvörðunin var tekin eftir tap liðsins gegn Newcastle í gær. Sögur voru farnar að heyrast af því að það ætti að reka Hasenhuttl í HM hléinu en félagið ætlar ekki að bíða svo lengi og hefur þegar sagt skilið við stjórann.
Hasenhuttl var ráðinn stjóri Southampton í desember 2018 og segir í yfirlýsingu félagsins að nú væri kominn tími á breytingu.
Félagið þakkar Hasenhuttl fyrir hans störf og er sagt frá því að Rúen Sellés, einn í þjálfarateymi aðalliðsins, muni stýra liðinu gegn Sheffield Wednesday í deildabikarnum á miðvikudag. Í kjölfarið á liðið svo leik gegn Liverpool um næstu helgi. Eftir leikinn gegn Liverpool er eins og hálfs mánaðar hlé á úrvalsdeildinni vegna HM.
Southampton ætlar að tilkynna nýjan stjóra á næstunni. Southampton er í fallsæti eftir fjórtán umferðir og hefur einungis unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Man City | 1 | 1 | 0 | 0 | 4 | 0 | +4 | 3 |
2 | Sunderland | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 | 0 | +3 | 3 |
3 | Tottenham | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 | 0 | +3 | 3 |
4 | Liverpool | 1 | 1 | 0 | 0 | 4 | 2 | +2 | 3 |
5 | Nott. Forest | 1 | 1 | 0 | 0 | 3 | 1 | +2 | 3 |
6 | Arsenal | 1 | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | +1 | 3 |
7 | Leeds | 1 | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | +1 | 3 |
8 | Brighton | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 |
9 | Fulham | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 | 1 | 0 | 1 |
10 | Aston Villa | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
11 | Chelsea | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
12 | Crystal Palace | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
13 | Newcastle | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 1 |
14 | Everton | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 1 | -1 | 0 |
15 | Man Utd | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 1 | -1 | 0 |
16 | Bournemouth | 1 | 0 | 0 | 1 | 2 | 4 | -2 | 0 |
17 | Brentford | 1 | 0 | 0 | 1 | 1 | 3 | -2 | 0 |
18 | Burnley | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 3 | -3 | 0 |
18 | Leicester | 38 | 6 | 7 | 25 | 33 | 80 | -47 | 25 |
19 | West Ham | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 3 | -3 | 0 |
19 | Ipswich Town | 38 | 4 | 10 | 24 | 36 | 82 | -46 | 22 |
20 | Southampton | 38 | 2 | 6 | 30 | 26 | 86 | -60 | 12 |
20 | Wolves | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 4 | -4 | 0 |
Athugasemdir