Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mán 07. nóvember 2022 12:43
Elvar Geir Magnússon
Neville segir Man Utd með veikustu sóknarlínuna af sex stóru
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að United séu með veikustu sóknarlínuna af sex stærstu félögum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir klárlega þörf á bætingu á fremstu þremur á Old Trafford.

United hefur aðeins skorað 18 deildarmörk á þessu tímabili en liðið tapaði 3-1 fyrir Aston Villa í gær. Sóknarlína United var skipuð þeim Marcus Rashford, Alejandro Garnacho og Cristiano Ronaldo í gær.

„Maður horfir til Tottenham sem er með Dejan Kulusevski, Harry Kane og Heung-min Son. Manchester United myndi klárlega vilja hafa þessa þrjá," segir Neville.

„Arsenal er með Gabriel Jesus, Gabriel Martinelli og Bukayo Saka. United væri til í að skipa til að hafa þá. Liverpool er með Darwin Nunez, Luis Diaz, Diogo Jota, Mo Salah og Roberto Firmino. Klárlega trompa einhverjir af þessum þremur þá sem eru hjá United."

„Raheem Sterling, Kai Havertz og Pieree Emerick Aubameyang hjá Chelsea. Maður myndi jafnvel taka þá þrjá. Sóknarlína Manchester United er ekki eins góð og hún ætti að vera."

Erik ten Hag virðist vera sammála Neville miðað við ummæli hans eftir 1-0 sigur gegn Real Sociedad þar sem hann sagði að liðið þyrfti fleiri möguleika sóknarlega. Antony, Anthony Martial og Jadon Sancho voru þá allir fjarverandi.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner