Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fim 18. nóvember 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Binni Hlö og Nikolaj í baráttunni.
Binni Hlö og Nikolaj í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tombó duglegur að nappa notuðum nærfatnaði
Tombó duglegur að nappa notuðum nærfatnaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kostur Dóra á eyðieyjunni væri að vera furðulegur.
Kostur Dóra á eyðieyjunni væri að vera furðulegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas Delaney
Thomas Delaney
Mynd: EPA
Virkar vissulega nokkuð handlaginn
Virkar vissulega nokkuð handlaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj var markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili, skoraði sextán mörk og endaði með fimm mörkum meira en næsti maður. Fyrir síðasta tímabil hafði hann skorað fimmtán mörk á sínum ferli á Íslandi.

Nikolaj varð Íslands- og bikarmeistari í annað sinn. Hann varð einnig bikarmeistari með Val árið 2016 og Íslandsmeistari 2017 en hlutverkið hans í sumar var talsvert stærra. Leikmenn og þjálfarar kusu Nikolaj besta leikmann Íslandsmótsins og var hann í úrvalsliðinu hér á Fótbolta.net. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Nikolaj Hansen

Gælunafn: Niko, Polak

Aldur: 28, fæddur 1993.

Hjúskaparstaða: Á kærustu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011, á móti Esbjerg

Uppáhalds drykkur: Celsius og Pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: KOL sem veitingastaður eða kjúklingaborgarinn á Gastro truck. Ljúffengt.

Hvernig bíl áttu: Toyota Aygo

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break season 1 eða Breaking bad

Uppáhalds tónlistarmaður: Biggie Smalls

Uppáhalds hlaðvarp: Ekki neitt

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Greindist ekki með covid í skimun.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Thomas Delaney á móti FCK

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Gunnlaugsson

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kári á æfingum en myndi segja Brynjar Hlöðversson í Leikni. Alltaf pirrandi, rífur í mann og alltaf að loka á mann.

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Samuel Etoo, frábær sóknarmaður. Vildi svo alltaf verða vinur Snoop Dogg.

Sætasti sigurinn: 2-1 sigur á móti KR á þessu tímabili.

Mestu vonbrigðin: Þegar liðið mitt í Danmörku varð gjaldþrota. Það var fyrsta liðið sem ég lék með sem atvinnumaður.

Uppáhalds lið í enska: Manchester City, Manchester er blá.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi ekki skipta út neinum af mínum liðsfélögum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristall máni

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Júlíus Magnússon.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Helena Ósk Hálfdanardóttir og Elín Metta

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Tombó stelur öllu, allt frá notuðum nærbuxum til sokka. Ef þig vantar eitthvað, hringið þá í hann.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima fyrir framan PlayStation tölvuna.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Dettur ekki neitt í hug.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei, ég trúi ekki á slíkt.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Tennis, gaman að horfa og spila.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: adidas nemeziz

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Líffræði, hafði ekki nokkurn áhuga.

Vandræðalegasta augnablik: Mmh

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Dóri, af því hann er furðulegur, Doddi af því hann lítur út fyrir að vera handlaginn og svo Rasmus.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er með þrjár geirvörtur.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Dóri. Virðist vera hlédrægur og segir ekki mikið en þegar þú kynnist honum þá er hann í lagi.

Hverju laugstu síðast: Ég lýg aldrei ;)

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að hlaupa, þegar ég hætti í fótbolta mun ég ekki hlaupa einn meter.
Athugasemdir
banner
banner
banner