Fanndís Friðriksdóttir verður ekki áfram í herbúðum Vals. Hún var besti leikmaður liðsins á nýliðnu tímabili en fær ekki nýjan samning hjá félaginu.
Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu.
Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu.
Fanndís átti gott tímabil með Val, skoraði átta mörk í 23 leikjum sem er það mesta sem hún hefur skorað í deildinni síðan 2017. Hún var kölluð inn í landsliðshópinn í Þjóðadeildinni í sumar og spilaði sinn 110. landsleik í júní eftir nokkurra ára fjarveru frá landsliðinu.
Hún hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari.
Líklegt er að Fanndís, sem er 35 ára, muni leggja skóna á hilluna. Fanndís hefur skorað 188 mörk í 394 KSÍ leikjum á ferlinum en hún hefur leikið með Kolbotn, Arna-Björnar, Marseille og Adelaide erlendis.
Athugasemdir




