Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanndís fær ekki nýjan samning hjá Val
Kvenaboltinn
Fanndís með dóttur sinni.
Fanndís með dóttur sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir verður ekki áfram í herbúðum Vals. Hún var besti leikmaður liðsins á nýliðnu tímabili en fær ekki nýjan samning hjá félaginu.

Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu.

Fanndís átti gott tímabil með Val, skoraði átta mörk í 23 leikjum sem er það mesta sem hún hefur skorað í deildinni síðan 2017. Hún var kölluð inn í landsliðshópinn í Þjóðadeildinni í sumar og spilaði sinn 110. landsleik í júní eftir nokkurra ára fjarveru frá landsliðinu.

Hún hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari.

Líklegt er að Fanndís, sem er 35 ára, muni leggja skóna á hilluna. Fanndís hefur skorað 188 mörk í 394 KSÍ leikjum á ferlinum en hún hefur leikið með Kolbotn, Arna-Björnar, Marseille og Adelaide erlendis.
Athugasemdir
banner
banner
banner