Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Leiknis í Breiðholti. Hann tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem lét af störfum eftir síðasta tímabil.
Ágúst tók við Leikni í júní á botni Lengjudeildarinnar en náði því markmiði að halda liðinu í deildinni. Leiknir hafnaði í níunda sæti.
Ágúst tók við Leikni í júní á botni Lengjudeildarinnar en náði því markmiði að halda liðinu í deildinni. Leiknir hafnaði í níunda sæti.
Brynjar býr yfir mikilli reynslu og var sérstakur meðþjálfari Víkings í sumar. Áður hefur hann þjálfað HK, Örgryte og Grindavík auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni og Fylki.
Þá á hann að baki afar farsælan leikmannaferil erlendis með Stoke, Nottingham Forest, Watford og Reading á Englandi, Vålerenga í Noregi og Örgryte í Svíþjóð ásamt því að hafa leikið 74 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
„Leiknisfólk býður Brynjar velkominn í Breiðholtið og hlakkar til samstarfsins en hann hefur þegar hitt leikmenn liðsins," segir í tilkynningu Leiknis.
Athugasemdir


