Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 07. desember 2021 14:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
27. mínútan táknræn fyrir fjölda titlalausra ára
Stuðningsmenn yfirgefa stúkuna.
Stuðningsmenn yfirgefa stúkuna.
Mynd: EPA
Einhverjir stuðningsmenn Everton yfirgáfu sæti sín á Goodison Park í gær til að mótmæla. Stuðningsmenn vilja breytingar hjá félaginu.

„Við viljum biðja alla að taka þátt í þessu. Við biðjum ykkur að halda Goodison öruggum á meðan á þessu stendur," sagði í yfirlýsingu frá stuðningsmönnum félagsins.

Ástæðan fyrir því að 27. mínúta varð fyrir valinu er einföld. Það var til að vekja athygli á því að 27 ár eru frá því að félagið vann síðast titil.

Everton vann 2-1 endurkomusigur gegn Arsenal í gær og kom sigurmarkið í uppbótartíma.

Á sunnudag var greint frá því að Marcel Brands, yfirmaður fótboltamála sé hættur hjá félaginu og þýðir það að Rafa Benítez, stjóri félagsins, fær meiri völd þegar kemur að leikmannakaupum.
Athugasemdir