Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. desember 2021 14:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
27. mínútan táknræn fyrir fjölda titlalausra ára
Stuðningsmenn yfirgefa stúkuna.
Stuðningsmenn yfirgefa stúkuna.
Mynd: EPA
Einhverjir stuðningsmenn Everton yfirgáfu sæti sín á Goodison Park í gær til að mótmæla. Stuðningsmenn vilja breytingar hjá félaginu.

„Við viljum biðja alla að taka þátt í þessu. Við biðjum ykkur að halda Goodison öruggum á meðan á þessu stendur," sagði í yfirlýsingu frá stuðningsmönnum félagsins.

Ástæðan fyrir því að 27. mínúta varð fyrir valinu er einföld. Það var til að vekja athygli á því að 27 ár eru frá því að félagið vann síðast titil.

Everton vann 2-1 endurkomusigur gegn Arsenal í gær og kom sigurmarkið í uppbótartíma.

Á sunnudag var greint frá því að Marcel Brands, yfirmaður fótboltamála sé hættur hjá félaginu og þýðir það að Rafa Benítez, stjóri félagsins, fær meiri völd þegar kemur að leikmannakaupum.
Athugasemdir
banner
banner