Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 07. desember 2021 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Algjörlega heilalaust hjá Kyle Walker"
Kyle Walker.
Kyle Walker.
Mynd: EPA
Kyle Waker, hægri bakvörður Manchester City, gerðist sekur um afar heimskulegt brot þegar City tapaði fyrir RB Leipzig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Stuttu eftir að City minnkaði muninn, þá ákvað Walker að sparka Andre Silva, sóknarmann Leipzig, niður.

Walker virtist eitthvað pirraður og sparkaði aftan í Silva. Dómarinn sá engan annan kost en að reka bakvörðinn út af.

„Algjörlega heilalaust hjá Kyle Walker," skrifaði James Pearce, fréttamaður The Athletic, á Twitter eftir að hann sá tæklinguna.

Þetta þýðir að Walker verður í banni í fyrri leik Man City í 16-liða úrslitunum. Það er auðvitað ekki gott fyrir City.

Hægt er að sjá myndband af tæklingunni með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner