Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp fundaði með fulltrúum Amrabat
Mynd: Getty Images

Jurgen Klopp stjóri Liverpool er sagður hafa rætt við fulltrúa Amrabat leikmanns Fiorentina og marokkóska landsliðsins um kaup og kjör en margir miðjumenn eru orðaðir við Liverpool þessa dagana.


Amrabat hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með landsliði Marokkó á HM í Katar en liðið endaði efst í F-riðli, fyrir ofan Króatíu og Belgíu.

Samkvæmt franska miðlinum Foot Mercato hefur Klopp fundað með fulltrúm leikmannsins en það verður farið dýpra í málin eftir að HM lýkur.

Liverpool er í leit af miðjumanni eftir slaka byrjun á tímabilinu en Jude Bellingham hefur einnig verið nefndur til sögunnar en Liverpool gæti leitað til Amrabat ef Bellingham er of dýr.


Athugasemdir
banner
banner