Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. janúar 2021 18:30
Aksentije Milisic
Skilaboð til leikmanna á Englandi vegna Covid - „Hættið að knúsast"
Mynd: Chateau
Smitum í Englandi og í ensku úrvalsdeildinni fer mikið fjölgandi þessa daganna og óvissa er um hvort deildin fari hreinilega í stopp í nokkrar vikur á næstunni.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, tjáði sig um það í dag en þar dregur hann í efa hvort það sé rétt að halda tímabilinu áfram á meðan veiran er að greinast hjá liðunum.

Alls 14 greindust með veiruna hjá Aston Villa í dag og því þarf liðið að senda unglingalið sitt til keppni gegn Liverpool í FA bikarnum í kvöld.

Gordon Taylor, sem er framkvæmdarstjóri Professional Footballers' Association, hefur minnt leikmenn á það að fylgja reglum og halda fjarlægð eins mikið og hægt er.

„Þið hafið unnið frábærlega, þið hafið haldið leiknum gangandi og fyrir það fáið þið hrós, en það er mikilvægt að þið fylgið sóttvarnarreglunum," stóð í skilaboðunum.

„Við skiljum að það er erfitt að skora mark og hegða sér eins og ekkert hafi gerst. Adrealínið kemur, það sem leikurinn snýst um, en það að halda fjarlægð er hluti af sóttvörnum."

Gary Lineker, þáttastjórnandi og sparkspekingur, segist þá hafa miklar áhyggjur yfir því að mótið verði stoppað á næstunni vegna veirunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner