Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   mið 08. febrúar 2023 13:00
Elvar Geir Magnússon
„Ekki til betri maður en Klopp til að koma Liverpool úr storminum“
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: EPA
Henry Winter.
Henry Winter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stormur hefur blásið Liverpool af leið en ástríðufullur stjóri færði félaginu dýrðardaga, og það er engin ástæða til að halda að hann geti ekki endurtekið leikinn," skrifar Henry Winter, helsti fótboltafréttamaður The Times.

Hann segist sannfærður um að enginn sé betri en Jurgen Klopp til að leiða Liverpool áfram.

„Að sjá myndir af Sir Kenny Dalglish spjalla við Jurgen Klopp á hliðarlínunni á æfingasvæði félagsins var falleg áminning um að vera stjóri Liverpool er meira en að bera bara ábyrgð á frammistöðu og árangri."

Winter segir ljóst að meirihluti stuðningsmanna Liverpool standi enn með Klopp, og segir að það sé rétt sjónarmið þó illa hafi gengið síðustu mánuði.

„Klopp hefur afrekað svo margt hjá Liverpool; hann hefur stýrt liðinu til sigurs í Meistaradeildinni, ensku úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og deildabikarnum. Sá árangur einn og sér gefur honum rétt á því að fá að koma liðinu sjálfur út úr vandræðunum. Það er enginn betri til að tækla stöðuna, ekki bara vegna taktískrar þekkingar og kunnáttu í að byggja upp lið, heldur einnig því stjórnin ætti erfitt með að finna annan elítu þjálfara sem þykir svona vænt um félagið."

Winter segir að Klopp setji alltaf hjarta og sál í verkefnið og þjáist þegar illa gangur.

„Hann getur ekki bara slökkt á sér, hann er tilfinningaríkur einstaklingur og stuðningsmenn Liverpool elska hann vegna ástríðunnar. Stjórar eru mannverur, þeir eiga viðkvæmar stundir, gera mistök á leikdegi, en ef þeir eru með reynslu og ákveðni Klopp þá geta þeir barið sér leið til baka," segir Winter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner