Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. febrúar 2023 21:41
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Fulham áfram eftir fimm marka leik
Mynd: Getty Images

Sunderland 2 - 3 Fulham
0-1 Harry Wilson ('8)
0-2 Andreas Pereira ('59)
1-2 Jack Clarke ('77)
1-3 Layvin Kurzawa ('82)
2-3 Jewison Bennette ('90)


Fulham er komið áfram í 16-liða úrslit enska bikarsins eftir fjörugan sigur á útivelli gegn Championship liði Sunderland. Liðin endurspiluðu viðureign sína í 32-liða úrslitum eftir jafntefli á Craven Cottage, heimavelli Fulham.

Fulham hvíldi flesta lykilmenn í dag og var leikurinn nokkuð jafn en Harry Wilson tók forystuna fyrir gestina úr deild þeirra bestu með flottu utanfótar skoti eftir aðeins níu mínútur.

Andreas Pereira kom inn af bekknum og tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik en þá skiptu heimamenn um gír og sköpuðu sér góð færi.

Jack Clarke minnkaði muninn niður í eitt mark á 77. mínútu en franski bakvörðurinn Layvin Kurzawa tvöfaldaði forystu gestanna á ný fimm mínútum síðar.

Jewison Bennette, sem kom inn af bekknum, minnkaði aftur muninn undir lokin en það dugði ekki til. Lokatölur 2-3 fyrir Fulham sem tekur á móti Leeds United í næstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner