Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 08. febrúar 2023 10:52
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Man Utd í fjarveru Casemiro
Mynd: Mirror
Manchester United á tvo leiki framundan gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Liðin eigast við á Old Trafford í kvöld og mætast svo á Elland Road á sunnudag.

Rauðu djöflarnir eru þunnskipaðir á miðsvæðinu. Casemiro er í banni auk þess sem Christian Eriksen, Donny van de Beek og Scott McTominay eru á meiðslalistanum.

Líklegt er að brasilíski landsliðsmaðurinn Fred verði með Marcel Sabitzer, lánsmanninum sem kom frá Bayern München, á miðju Man Utd í kvöld.

Á meðfylgjandi mynd má sjá líklegt byrjunarlið United fyrir leikinn í kvöld en Mirror setti liðið saman.

Antony og Anthony Martial eru báðir óleikfærir vegna meiðsla.

Diogo Dalot er kominn aftur til baka eftir meiðsli og er í líklegu byrjunarliði. Aaron Wan-Bissaka hefur spilað hægri bakvörðinn að undanförnu.

Líklegt byrjunarlið Manchester United, fyrir leik gegn Leeds (4-2-3-1): De Gea; Dalot, Varane, Martinez, Shaw; Fred, Sabitzer; Sancho, Fernandes, Rashford; Weghorst.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner