Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 11:15
Elvar Geir Magnússon
Krummi á leið í segulómun - „Þetta leit ekki vel út“
Hrafn Tómasson.
Hrafn Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Hrafn Tómasson, kallaður Krummi, lék vel með KR á undirbúningstímabilinu og kom inn af bekknum í fyrri hálfleik í 4-3 sigri liðsins gegn Fylki í Bestu deildinni.

Hann kom inn þegar Aron Sigurðarson fór af velli vegna meiðsla en fór svo sjálfur meiddur af velli á 50. mínútu.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

„Þetta leit ekki vel út með Krumma (Hrafn Tómasson) en ég vona að hann sé góður. Hann hefur verið stórkostlegur fyrir okkur í vetur og er frábær manneskja. Ég vona að þetta sé ekki mjög alvarlegt," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir leikinn.

Krummi sagði við Fótbolta.net að hann biði eftir því að komast í segulómun til að fá niðurstöðu varðandi hnémeiðslin.

Talað var um það í aðdraganda leiksins að Aron væri tæpur.

„Þetta var skrýtið með Aron því hann var alveg búin að æfa vel í vikunni. Hann fann eitthvað til í upphitun en ekkert meira en það og hann gat spilað en ekki á sínum besta hraða, þannig til öryggis þá tókum við hann útaf," segir Ryder um meiðsli Arons.

Sóknarmaðurinn Benoný Breki Andrésson var ekki með í gær vegna meiðsla en það styttist í hann.

„Ég myndi ekki setja einhverja ákveðna tímasetningu á það hvenær hann kemur til baka en það verður fyrr en seinna," segir Ryder en KR heimsækir Stjörnuna á föstudagskvöld.
Var stressaður í lokin - „Sagði við strákana að ég mun ekki lifa til fertugs ef þetta heldur svona áfram“
Athugasemdir
banner
banner