Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   fim 08. júní 2023 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Moyes stýrir sinni framtíð sjálfur
Mynd: Getty Images
David Sullivan, stjórnarformaður West Ham, staðfesti í viðtali við talkSPORT í dag að David Moyes væri með samningstilboð frá félaginu á borðinu.

Sögur höfðu heyrst um að Moyes yrði ekki áfram ef West Ham myndi tapa úrslitaleik Sambandsdeildarinnar. Liðið vann Fiorentina í gær og vann sinn fyrsta stóra titil í 43 ár. Það heyrðust einnig sögur þar sem niðurstaða úrslitaleiksins myndi ekki skipta máli; Moyes væri á förum sama hvað.

Tímabilið hjá West Ham var ekki gott, liðið var í fallbaráttu þegar skammt var eftir af mótinu og endaði í 14. sæti.

Sullivan sagði í viðtalinu að Moyes yrði áfram, en það væri undir honum komið.

„Við höfðum trú á honum, það var mikil pressa frá stuðningsmönnum og fjölmiðlum sem kölluðu eftir breytingum, en við trúum á að standa við gerða samninga. David var samningsbundinn okkur, og er enn samningsbundinn fram á næsta sumar - og næsta sumar munum við skoða málin aftur. Þangað til er það þannig að ef hann vill vera áfram stjóri West Ham, þá verður hann það," sagði Sullivan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner