Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 08. ágúst 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Fabian Ruiz gert samkomulag við PSG
Fabian Ruiz hefur samkvæmt fréttum gert munnlegt samkomulag við Frakklandsmeistara PSG um kaup og kjör en viðræður félagsins við Napoli eru þó enn í gangi og niðurstaða ekki komin.

Ruiz er spænskur landsliðsmaður en samningur miðjumannsins rennur út í júní 2023 svo Napoli þarf að selja hann í sumar til að forðast það að missa hann á frjálsri sölu í lok tímabilsins.

Napoli hefur sett 30 milljóna evra verðmiða á Ruiz en sagt er að PSG hafi boðið 20 milljónir evra með klásúlu um 5 milljónir evra til viðbótar.

Juventus hefur einnig áhuga á leikmanninum.
Athugasemdir