Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. nóvember 2019 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Elías Már með tvennu - Kristófer Ingi spilaði fyrir Grenoble
Elías Már að komast í gang.
Elías Már að komast í gang.
Mynd: Getty Images
Ævintýri Kristófers í Frakklandi er hafið fyrir alvöru.
Ævintýri Kristófers í Frakklandi er hafið fyrir alvöru.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior skoraði tvennu í 5-4 sigri gegn Eindhoven FC í hollensku B-deildinni.

Gestirnir frá Eindhoven komust þrisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik en heimamenn voru alltaf snöggir að jafna. Elías Már gerði þriðja jöfnunarmarkið og var staðan 3-3 í leikhlé.

Heimamenn voru betri í síðari hálfleik og tóku stjórn á leiknum. Thomas Verhaar kom Excelsior yfir í upphafi síðari hálfleiks en gestirnir jöfnuðu og var staðan 4-4 þegar Elías Már gerði sigurmarkið á 77. mínútu.

Elías fór hægt af stað með Excelsior og er kominn með þrjú mörk í þrettán leikjum. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar, með 24 stig eftir 14 umferðir.

Excelsior 5 - 4 FC Eindhoven
0-1 K. de Rooij ('5)
1-1 R. Vloet ('6)
1-2 R. Cicilia ('10)
2-2 S. Meijer ('12)
2-3 Oude Kotte ('34, sjálfsmark)
3-3 Elías Már Ómarsson ('38)
4-3 T. Verhaar ('46)
4-4 R. Cicilia ('57)
5-4 Elías Már Ómarsson ('77)

Kristófer Ingi Kristinsson spilaði þá sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag, Grenoble.

Kristófer Ingi byrjaði á bekknum og fékk að spila síðasta stundarfjórðung leiksins í markalausu jafntefli.

Kristófer yfirgaf Willem II í sumar og gekk í raðir Grenoble á frjálsri sölu. Liðið er í sjöunda sæti frönsku B-deildarinnar, með 20 stig eftir 14 umferðir.

Undanfarna mánuði hefur Kristófer verið ná sér af meiðslum og koma sér í stand og nú er hann orðinn klár í slaginn.

Le Mans 0 - 0 Grenoble
Athugasemdir
banner
banner