Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   þri 08. nóvember 2022 22:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Napoli með átta stiga forystu á toppnum

Napoli styrkti stöðu sína á toppi ítölsku deildarinnar þegar liðið vann Empoli 2-0 í kvöld.


Staðan var markalaus í hálfleik en Hirving Lozano kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu. Hann var aftur á ferðinni undir lok leiksins þegar hann lagði upp sigurmarkið á Piotr Zielinski.

AC Milan var fimm stigum á eftir Napoli í öðru sæti fyrir leiki kvöldsins. Liðið var án Oliver Giroud sem tók út leikbann þegar það heimsótti Cremonese, sem var á botninum fyrir leikinn.

Divock Origi byrjaði í fremstu víglínu og hann kom boltanum í netið snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af vegna rangstöðu. Rafael Leao kom inn á sem varamaður fyrir Origi þegar um hálftími var til leiksloka en Stefano Pioli stjóri Milan byrjaði með hann á bekknum til að gefa honum hvíld.

Hann, sem og allir aðrir, tókst ekki að setja mark sitt á leikinn og markalaust jafntefli niðurstaðan. Napoli er því komið með 8 stiga forystu á toppi deildarinnar og Cremonese reif sig upp úr botnsætinu en er áfram í fallsæti.

Cremonese 0 - 0 Milan

Napoli 2 - 0 Empoli
1-0 Hirving Lozano ('69 , víti)
2-0 Piotr Zielinski ('88 )
Rautt spjald: Sebastiano Luperto, Empoli ('74)

Spezia 1 - 1 Udinese
1-0 Arkadiusz Reca ('33 )
1-1 Sandi Lovric ('43 )


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner