Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   þri 08. nóvember 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Ter Stegen að eiga sitt besta tímabil með Barcelona
Marc-Andre ter Stegen er að eiga sitt besta tímabil í treyju Barcelona. Hann hefur fengið talsverða gagnrýni síðustu tvö tímabil en síðan 2022 gekk í garð hefur hann leikið frábærlega.

Hann hefur bætt sig í mörgum þáttum, þar á meðal í tækni og hraða. Ofan á það fékk hann sitt fyrsta sumarfrí í einhver ár og sá þýski er farinn að sýna sínar bestu hliðar.

Ter Stegen hefur haldið marki sínu hreinu í 11 leikjum af 13 leikjum í La Liga í tímabilinu. Enginn í fimm efstu deildum Evrópu hefur náð að halda hreinu eins oft.

Þá er Ter Stegen einnig á toppnum yfir hlutfallsmarkvörslu með 89,7%. Þrátt fyrir meiðslavandræði í vörn Barcelona hefur liðið ekki fengið mörg mörk á sig og þar er Ter Stegen í lykihlutverki.

Hann hefur átt frábæra leiki til dæmist gegn Real Sociedad, Celta Vigo og Sevilla þar sem hann vann stig fyrir Börsunga. Liðið er á toppi La Liga og Ter Stegen á stóran þátt í því.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 2 2 0 0 6 2 +4 6
2 Betis 2 1 1 0 2 1 +1 4
3 Vallecano 1 1 0 0 3 1 +2 3
4 Getafe 1 1 0 0 2 0 +2 3
5 Villarreal 1 1 0 0 2 0 +2 3
6 Athletic 1 1 0 0 3 2 +1 3
7 Espanyol 1 1 0 0 2 1 +1 3
8 Real Madrid 1 1 0 0 1 0 +1 3
9 Alaves 2 1 0 1 2 2 0 3
10 Elche 2 0 2 0 2 2 0 2
11 Real Sociedad 1 0 1 0 1 1 0 1
12 Valencia 1 0 1 0 1 1 0 1
13 Atletico Madrid 2 0 1 1 2 3 -1 1
14 Celta 2 0 1 1 1 3 -2 1
15 Mallorca 2 0 1 1 1 4 -3 1
16 Sevilla 1 0 0 1 2 3 -1 0
17 Osasuna 1 0 0 1 0 1 -1 0
18 Levante 2 0 0 2 3 5 -2 0
19 Girona 1 0 0 1 1 3 -2 0
20 Oviedo 1 0 0 1 0 2 -2 0
Athugasemdir
banner