Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 08. desember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerrard að framlengja samning sinn við Rangers
Steven Gerrard, þjálfari Rangers, er nálægt því að framlengja samning sinn, að sögn Sky Sports.

Í greininni á Sky kemur fram að viðræðurnar hafi farið fljótt fram og Gerrard samþykkt samning við félagið til 2024.

Liverpool goðsögnin Gerrard tók við Rangers fyrir síðasta tímabil. Eftir að hafa lent í öðru sæti á eftir Celtic á síðustu leiktíð er Rangers núna í harði toppbaráttu við erkifjendur sína. Celtic er á toppnum með tveimur stigum meira en Rangers eftir 15 leiki.

Rangers á leik við Celtic í úrslitaleik deildabikarsins í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:00.

Hinn 39 ára gamli Gerrard lék með Liverpool stærstan hluta ferilsins og var lengi vel fyrirliði liðsins. Hann var ráðinn til Rangers eftir að hafa þjálfað unglingalið Liverpool.
Athugasemdir