Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 09. janúar 2018 10:07
Magnús Már Einarsson
Jón Þór og Veigar Páll í þjálfarateymi Stjörnunnar (Staðfest)
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan hefur staðfest að Jón Þór Hauksson hafi verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Veigar Páll Gunnarsson er einnig kominn inn í þjálfarateymi Stjörnunnar.

Samningar beggja eru til tveggja ára en þeir verða aðstoðarmenn Rúnars Páls Sigmundssonar sem er þjálfari Stjörnunnar.

Davíð Snorri Jónasson er hættur sem aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni til að taka við U17 ára landsliði karla. Í haust hætti Brynjar Björn Gunnarsson einnig sem aðstoðarþjálfari en hann tók þá við HK.

„ Jón Þór hefur víðtæka reynslu en hann kemur til okkar frá ÍA þar sem hann var aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari mfl. kk. auk þess að gegna stöðu yfirþjálfara yngri flokka og afreksstarfs," segir í tilkynningu frá Stjörnunni.

„Veigar er Stjörnumönnum góðkunnur en hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2013 og lék lykilhlutverk í að koma félaginu á meðal þeirra bestu á Íslandi."

Jón Þór stýrði ÍA undir lokin á síðasta tímabili en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins sem og þjálfari í yngri flokkum. Veigar er uppalinn Stjörnumaður sem spilaði með FH og Víkingi R. á síðasta tímabili eftir að hafa leikið í Garðabænum síðan hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2013.

Stjarnan hefur leik í Fótbolta.net mótinu á laugardaginn en liðið mætir þá Breiðabliki.

Garðbæingar enduðu í 2. sæti í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner