Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 22:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísabella Sara aftur í Val (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Valur
Ísabella Sara Tryggvadóttir er komin aftur í Val frá Rosengard en hún skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Ísabella er fædd árið 2006 en hún gekk til liðs við Val árið 2023 frá KR. Hún hefur spilað 22 leiki fyrir liðið.

„Ég er virkilega spennt að koma aftur hiem í val. Það er einstök tilfinning að fá tækifæri a ðkoma aftur, leggja mitt af mörkum og vera hluti af þessum stóra klúbbi. Valur hefur mikla þýðingu fyrir mig og ég mun gera allt mitt til að hjálpa til við að ná góðum árangri og koma Val aftur í fremstu línu," sagði Ísabella Sara við undirskriftina.

„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Ísabellu til Vals. Hún er lykilleikmaður í því verkefni sem við erum að byggja upp hér. Tæknileg geta hennar og hungur inni á vellinum er einstakt og hún endurspeglar nákvæmlega það DNA sem við viljum sjá í þessu félagi. Í fótbolta horfir maður ekki aðeins á leikmanninn heldur einnig manneskjuna. Ísabella hefur stórt hjarta og er mikil fagmanneskja sem mun hvetja alla í kringum hana," sagði Gareth Owen, tæknilegur yfirmaður Vals.


Athugasemdir
banner
banner