Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fær nýjan samning hjá Barcelona
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að Barcelona ætli í viðræður við danska varnarmanninn Andreas Christensen um framlengingu á samningi hans.

Þessi 29 ára gamli miðvörður verður lengi frá vegna meiðsla en hann sleit krossband á æfingu rétt fyrir jól.

Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar en Barcelona vill halda honum út næsta tíambil.

Christensen gekk til liðs við Barcelona frá Chelsea árið 2022 en hann hefur spilað 97 leiki fyrir liðið.
Athugasemdir
banner