Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 22:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Wrexham sló Nottingham Forest úr leik
Hudson-Odoi skoraði tvennu
Hudson-Odoi skoraði tvennu
Mynd: EPA
Það var mikil dramatík þegar Championship lið Wrexham fékk úrvalsdeildarlið Nottingham Forest í heimsókn í 3. umferð enska bikarsins í kvöld.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru með tveggja marka forystu í hálfleik. Leikmenn á borð við Neco WIlliams, Morgan Gibbs-White og Callum Hudson-Odoi byrjuðu á bekknum hjá Forest.

Þeir komu inn á í seinni hálfleik. Hudson-Odoi gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu og kom leiknum í framlengingu.

Þar gerðist ekkert markvert og það þurfti því að fara í vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr þremur af fyrstu fjórum spyrnunum.

Hinn 36 ára gamli Jay Rodriguez skoraði úr fimmtu spyrnu Wrexham en markvörðurinn Arthur Okonkwo var hetja Wrexham þegar hann varði fimmtu spyrnu Forest frá Omari Hutchinson og tryggði Wrexham sigurinn.

Preston er úr leik eftir tap gegn Wigan. Oxford vann MK Dons í vítaspyrnukeppni og Port Vale lagði Fleetwood Town.

Milton Keynes Dons 1 - 1 Oxford United (3-4 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Aaron Collins ('34 )
1-1 Will Lankshear ('52 )

Port Vale 1 - 0 Fleetwood Town
1-0 Jordan Shipley ('45 )

Preston NE 0 - 1 Wigan
0-1 Harrison Bettoni ('75 )
0-1 Callum Wright ('84 , Misnotað víti)

Wrexham 3 - 3 Nott. Forest (4-3 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Liberato Cacace ('37 )
2-0 Ollie Rathbone ('40 )
2-1 Igor Jesus ('64 )
3-1 Dominic Hyam ('74 )
3-2 Callum Hudson-Odoi ('76 )
3-3 Callum Hudson-Odoi ('89 )
Athugasemdir
banner