Juventus hefur verið í viðræðum við Bernardo Silva samkvæmt ítölskum fjölmiðlum. Samningur spænska leikmannsins við Man City rennur út eftir tímabilið.
La Stampa greinir frá því að Juventus sé að reyna flýta viðræðunum til að vera á undan samkeppnisaðilum.
Þá kemur einnig fram að Silva muni ekki samþykkja nýjan samning við Man City og mun því yfirgefa félagið næsta sumar.
Juventus er á eftir miðjumanni í janúar en Guido Rodriguez, leikmaður West Ham, er undir smásjá félagsins.
Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir




