Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Orri Steinn ónotaður varamaður í dramatík
Mynd: EPA
Getafe 1 - 1 Real Sociedad
0-1 Brais Mendez ('36 )
1-1 Juanmi ('90 )

Orri Steinn Óskarsson spilaði sinn fyrsta leik um síðustu helgi síðan í ágúst. Hann hefur verið fjarverandi vegna meiðsla. Liðið gerði jafntefli gegn Atletico Madrid um síðustu helgi.

Liðið heimsótti Getafe í kvöld en Orri Steinn var ónotaður varamaður.

Brais Mendez kom Sociedad yfir í fyrri hálfleik en hann skoraði með laglegu viðstöðulausu skoti úr D-boganum. Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma jafnaði Juanmi metin fyrir Getafe og virtist vera bjarga stigi fyrir liðið.

Það var hins vegar Jon Aramburu sem skoraði sigurmarkið fyrir Real Sociedad í blálokin eftir sendingu frá Takefusa Kubo.

Sociedad komst upp fyrir Getafeí deildinni en bæði lið eru með 21 stig í 10. og 11. sæti.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 17 12 2 3 34 16 +18 38
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 18 10 3 5 22 19 +3 33
6 Betis 18 7 7 4 30 24 +6 28
7 Celta 18 6 8 4 24 20 +4 26
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 18 5 7 6 24 23 +1 22
10 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
11 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
12 Sevilla 18 6 2 10 24 29 -5 20
13 Osasuna 18 5 4 9 18 21 -3 19
14 Alaves 18 5 4 9 15 21 -6 19
15 Vallecano 18 4 7 7 14 21 -7 19
16 Mallorca 18 4 6 8 20 26 -6 18
17 Girona 18 4 6 8 17 34 -17 18
18 Valencia 18 3 7 8 17 30 -13 16
19 Levante 17 3 4 10 20 29 -9 13
20 Oviedo 18 2 6 10 8 27 -19 12
Athugasemdir
banner
banner