Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skoða að lyfjaprófa dómara
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Dómarasamtök Englands (PGMOL) er að endurskoða lyfjaprófastefnu sína eftir að David Coote, fyrrum dómari, viðurkenndi að hafa notað kókaín í sex ár.

Samningi Coote við PGMOL var sagt upp vegna misferlis í desember 2024 og dómarasamtök enska fótboltans hafa síðan hafið endurskoðun á afstöðu sinni til að lyfjaprófa ekki neina starfsmenn sína.

PGMOL, ásamt UEFA og FIFA, hafa áður fylgt leiðbeiningum Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA), alþjóðlegs lyfjaprófunarkerfis sem á ekki við um dómara í neinum íþróttagreinum.

Það þýddi að Coote eða fyrrverandi kollegar hans hafa ekki verið undirgefnir lyfjaprófum en sú staða hefur verið til skoðunar um tíma.

Viðvarandi fíkniefnaneysla Coote var lýst í Nottingham Crown Court á fimmtudag þegar hann var dæmdur í níu mánaða fangelsi, skilorðsbundinn í tvö ár, eftir að hafa játað sök í að hafa tekið ósæmilega mynd af barni.

Coote, sem átti við langvarandi lyfjaneyslu að stríða, starfaði sem dómari bæði fyrir ensku úrvalsdeildina og UEFA, en þeim ferli var slitið þegar myndband birtist á samfélagsmiðlum þar sem hann kallaði fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool, Jurgen Klopp, „þýskan fávita“ í nóvember 2024. Blaðið The Sun birti einnig myndband af Coote þar sem hann er sakaður um að sniffa hvítt duft þegar hann starfaði sem VAR-dómari á EM 2024 í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner