Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Taka ekki ákvörðun fyrr en nýr stjóri kemur
Mynd: EPA
Toby Collyer, 22 ára gamall miðjumaður Man Utd, var kallaður til baka úr láni frá WBA á dögunum.

Það er hins vegar óvíst hvað framhaldið verður en hann mun líklega fara á láni frá United í þessum mánuði.

Fabrizio Romano greinir frá því að Hull City hafi spurst fyrir um hann.

Hann segir hins vegar að Man Utd vilji ekki lána hann fyrr en félagið hafi ráðið stjóra út tímabilið. Darren Fletcher stýrir liðinu gegn Brighton í enska bikarnum á morgun en félagið er í viðræðum við Michael Carrick og Ole Gunnar Solskjær um að klára tímabilið.
Athugasemdir
banner