Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 09. apríl 2020 13:30
Hafliði Breiðfjörð
Stefán Logi hættur í fótbolta
Stefán Logi í leik með Fylki í fyrrasumar.
Stefán Logi í leik með Fylki í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Logi Magnússon segir í podcastþættinum Miðjunni sem var birtur hér á Fótbolta.net á þriðjudaginn að hann sé hættur í fótbolta. Hann verður fertugur í haust.

Stefán Logi gekk til liðs við Fylki á miðju tímabili í fyrra þegar Aron Snær Friðriksson meiddist og spilaði síðustu 10 leiki mótsins.

Hann ólst upp hjá Víkingi en kom víða eftir að meistaraflokksferilinn hófst en var lengst hjá KR. Hann var á mála hjá Fram, Bayern Munchen, Öster, Farum, B1909, Bradford, Þrótti, KS, Hvöt, KR, Lilleström, Ull/Kisa, Selfossi og að lokum Fylki á ferlinum.

„Ég skal alveg viðurkenna að mig hefur sjaldan langað jafnmikið í fótbolta og síðustu 2-3 mánuði. Hvort sem það er útaf því að ástandið er eins og það er eða eitthvað annað," sagði Stefán Logi.

„En ég er hættur. Ég ætla að einbeita mér að því að hjálpa yngri og betri markvörðum en ég var sjálfur að verða eins góðir og þeir geta. Það þarf eitthvað mikið að gerast svo ég sannfærist um að fara í hanskana og spila keppnisleik aftur.
Miðjan - Stefán Logi: Strokubarnið sem samdi við Bayern Munchen
Athugasemdir
banner
banner
banner