Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 23:35
Brynjar Ingi Erluson
Hermoso skoraði í sigri Spánverja - Renard hetja Frakka
Jenni Hermoso skoraði fyrir Spánverja
Jenni Hermoso skoraði fyrir Spánverja
Mynd: EPA
Austurríska landsliðið náði í góðan sigur í riðli Íslands
Austurríska landsliðið náði í góðan sigur í riðli Íslands
Mynd: Getty Images
Jenni Hermoso var á skotskónum er Spánverjar unnu annan leik sinn í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Wendie Renard gerði þá eina mark Frakklands í 1-0 sigri á Svíþjóð.

Heimsmeistaralið Spánverja fer vel af stað í undankeppninni. Liðið vann sannfærandi 7-0 sigur á Belgíu í fyrsta leik og fylgdi því á eftir með því að vinna Tékka.

Spánverjar lentu óvænt undir á 56. mínútu leiksins en svöruðu tveimur mínútum síðar er Maria Mendez setti boltann í netið. Jenni Hermoso, sem er ein sú mikilvægasta í spænska liðinu, kom Spánverjum yfir á 62. mínútu áður en Mariona Caldentey gulltryggði sigurinn.

Spánn er á toppnum í riðli 2 með 6 stig eins og Danmörk sem vann Belgíu, 4-3,

Austurríki, sem spilar í riðli með Íslandi, vann 3-1 sigur á Póllandi, og er því með 3 stig eins og Ísland. Austurríki mætir Íslandi tvisvar í maí og júní.

Wendie Renard skoraði eina mark Frakklands sem lagði Svíþjóð að velli, 1-0, í riðli 3. Frakkar eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Svíþjóð aðeins eitt stig. England lagði Írland að velli í sama riðli, 2-0. Lauren James og Alex Greenwood skoruðu mörkin. England er með 4 stig í öðru sæti.

Lineth Beerensteyn skoraði þá sigurmark Hollands í 1-0 sigirnum á norska landsliðinu í riðli 1. Ítalía, Noregur, Holland og Finnland eru öll með þrjú stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner