Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 09. júlí 2020 17:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Leeds valtaði yfir Stoke - Sjö stig í drauminn
Leeds 5 - 0 Stoke City
1-0 Mateusz Klich ('45 , víti)
2-0 Helder Costa ('47 )
3-0 Liam Cooper ('57 )
4-0 Pablo Hernandez ('72 )
5-0 Patrick Bamford ('90 )

Fjórar umferðir eru eftir af ensku Championship deildinni og trónir Leeds í toppsætinu eftir lokaleik 42. umferðar.

Liðið sigraði Stoke, 5-0, á heimavelli og kom fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Helder Costa bætti við öðru markinu snemma í seinni hálfleik og þeir Liam Cooper og Pablo Hernandez skoruðu næstu tvö mörk. Það var svo Patrick Bamford sem skoraði fimmta mark Leeds í uppbótartíma.

Leeds hefur sex stiga forskot á Brentford í 3. sætinu þegar tólf stig eru í pottinum. Leeds þarf að fá sjö stig út úr síðustu fjórum leikjunum til að fara upp ef að Brentford, sem er á fljúgandi siglingu, misstígur sig ekki í síðustu leikjunum. WBA er í 2. sæti deildarinnar með stigi minna en Leeds.
Athugasemdir