Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að sigurinn gegn Inter í gær hafi verið risastór fyrir stjórann Arne Slot og hafi sýnt að stuðningsmenn tandi með honum.
Samband Slot við Mohamed Salah hefur súrnað en Egyptinn var eftir heima og fór ekki með til Mílanó. Sigurinn styrkti stöðu Liverpool í Meistaradeildinni og gefur Slot einnig ákveðið andrými í umræðunni um Salah.
Samband Slot við Mohamed Salah hefur súrnað en Egyptinn var eftir heima og fór ekki með til Mílanó. Sigurinn styrkti stöðu Liverpool í Meistaradeildinni og gefur Slot einnig ákveðið andrými í umræðunni um Salah.
Dominik Szoboszlai skoraði eina markið gegn Inter úr vítaspyrnu á 88. mínútu.
„Ég þrái sigur hjá Liverpool alltaf þegar liðið spilar en sú tilfinning var enn sterkari núna vegna þess sem stjórinn hefur þurft að ganga í gegnum síðustu daga," segir Carragher.
„Ég þekki hann ekki mjög vel og á ekkert sérstakt samband með honum en hann er stjóri Liverpool. Það segir sitt að stuðningsmenn voru að syngja nafn hans þegar staðan var 0-0. Þeir standa við bakið á stjóranum og jafnvel enn meira eftir þessi úrslit."
„Þetta voru stór úrslit. Þetta er erfiður staður að heimsækja og Liverpool þurfti á þessum úrslitum eftir að hafa tapað síðasta Evrópuleik, gegn PSV. Ég samgleðst stjóranum á tímabili sem hefur verið erfitt fyrir hann. Sem stjóri þarf hann að ná í betri úrslit og hann veit það sjálfur."
Athugasemdir




