Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 09. september 2020 19:40
Victor Pálsson
2. deild: Öll toppliðin með sigra
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það er ennþá gríðarleg spenna á toppnum í 2. deild karla en fimm leikjum er nú lokið í 14. og 15. umferð sumarsins.

Það eru Kórdrengir sem eiga toppsætið, þeir eru með jafnmörg stig og Selfyssingar sem spiluðu við Víði á útivelli í kvöld.

Selfoss var í engum vandræðum með heimamenn í leiknum og fögnuðu að lokum sannfærandi 4-1 sigri þar sem Hrvoje Tokic gerði tvennu.

Kórdrengir mættu KF á Ólafsfirði og vannst þar 1-0 útisigur. Albert Brynjar Ingason gerði eina mark leiksins.

Njarðvík er einnig að veita báðum liðum samkeppni en liðið spilaði við Fjarðabyggð í kvöld á heimavelli. Njarðvík marði 2-1 heimasigur og er nú með 30 stig í þriðja sætinu, fjórum stigum á eftir toppliðinu.

Þróttur Vogum vann þá góðan 3-1 útisigur á ÍR og Dalvík/Reynir og Völsungur skildu jöfn í fjörugum leik, 3-3.

Víðir 1 - 4 Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic('20)
0-2 Hrvoje Tokic('44)
1-2 Theodór Guðni Halldórsson('46)
1-3 Kenan Turudija('50)
1-4 Jökull Hermannsson('85)

KF 0 - 1 Kórdrengir
0-1 Albert Brynjar Ingason('24)

Njarðvík 2 - 1 Fjarðabyggð
0-1 Faouzi Taieb Benabbas ('24 )
1-1 Bessi Jóhannsson ('25 )
2-1 Tómas Óskarsson ('26 )

Dalvík/Reynir 3 - 3 Völsungur
1-0 Ramon Gimenez Murillo('45)
2-0 Áki Sölvason('51)
2-1 Elvar Baldvinsson('59)
2-2 Kaelon Paul Fox('63)
2-3 Sæþór Olgeirsson('73)
3-3 Borja Lopez Laguna('74)

ÍR 1 - 3 Þróttur Vogum

Athugasemdir
banner
banner