Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 09. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pioli að taka við Milan
Stefano Pioli
Stefano Pioli
Mynd: Getty Images
Ítalski þjálfarinn Stefano Pioli er að taka við Milan í Seríu A en ítalskir fjölmiðlar fullyrða það.

Marco GIampaolo var rekinn í gær eftir stutt samstarf með Milan en liðið er aðeins með 9 stig úr fyrstu átta leikjunum.

Baráttan um starfið hefur verið á milli tveggja einstaklinga en það er Stefano Pioli, fyrrum þjálfari Fiorentina og svo Luciano Spalletti, sem hefur þjálfað lið á borð við Inter og Roma.

Spalletti er úr myndinni þar sem hann kemst ekki að samkomulagi við Inter um launagreiðslur. Spalletti var látinn fara frá Inter í maí en hann getur ekki unnið fyrr en hann nær samkomulagi við félagið.

Pioli stendur þá einn eftir og má búast við því að Milan tilkynni hann á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner