Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. febrúar 2020 15:36
Elvar Geir Magnússon
Mikael um Atla Guðna: Hefur hann eitthvað í þetta að gera?
Atli Guðnason.
Atli Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Undirbúningstímabilið hefur verið ömurlegt fyrir FH en það er kannski bara gott fyrir þá. Allt í einu hefur enginn trú á þeim en ég ætla ekki að loka á FH-ingana," segir Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari Njarðvíkur, í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

FH tapaði 1-0 fyrir HK í Lengjubikarnum á föstudag en var reyndar dæmdur sigur þar sem HK tefldi fram ólöglegum leikmanni.

Hjörvar Hafliðason segir að ungur leikmaður HK, Patrik Hermannsson sem fæddur er 2002, hafi verið með Atla Guðnason í vasanum.

„Patrik Hermannsson þurfti að taka Atla Guðnason úr vasanum áður en stuttbuxurnar fóru í þvottavél. Það var víst átakanlegt að fylgjast með þessu," segir Hjörvar og Mikael bætti við:

„Ég er mikill Atla Guðna maður og hann er einn allra besti leikmaður í sögu efstu deildar. En er þetta ekki orðið ágætt? Hefur hann eitthvað í þetta að gera? Hann var ekki góður í fyrra," segir Mikael.

Atli er 35 ára og skoraði aðeins eitt mark í Pepsi Max-deildinni í fyrra. Smelltu hér til að hlusta á Dr. Football.
Athugasemdir
banner
banner