Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 10. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea vonast til að halda Rudiger til 2023 að minnsta kosti
Antonio Rudiger eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Chelsea á síðustu leiktíð.
Antonio Rudiger eftir að hafa unnið Evrópudeildina með Chelsea á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur hafið viðræður við varnarmanninn Antonio Rudiger um nýjan langtímasamning.

Lundúnafélagið vill að Þjóðverjinn skrifi undir þriggja ára samning með möguleika á framlenginu um eitt ár.

Samkomulag er ekki nálægt því að vera í höfn og hefur kórónuveirufaraldurinn og hlé á tímabilinu haft áhrif á viðræðurnar. Óvissan sem er í gangi er að trufla viðræðurnar.

Frammistaða Rudiger síðan hann sneri úr meiðslum í desember hefur hrifið Chelsea-menn og félagið vill framlengja við hann til 2023 að minnsta kosti. Núgildandi samningur hins 27 ára gamla Rudiger rennur út 2022.

Rudiger kom til Chelsea frá Roma árið 2017, en hann hefur einnig leikið fyrir Stuttgart í heimalandinu á ferli sínum.
Athugasemdir
banner